fimmtudagur, 19. júní 2014

WHO'S // SILJA HINRIKS



Hver er Silja? 25, kvk, Garðabær/London. Hvenær byrjaðiru að mála? Hef alltaf verið að dunda mér við að mála síðan ég man eftir mér. Hvar hefur þú stundað nám? Lærði Textíl- og fatahönnun við Fjölbrautarskólan í Garðabæ, fór svo í grunnnám í listum við Camberwell College of the Arts í London – ákvað svo að halda áfram við sama skóla og er núna að klára bachelors í myndlist. Hvaðan færðu innblástur? Íslensk náttura. Litir. Tónlist. Aðrir listamenn og listaverk, og fólk yfir höfuð. Notar þú aðallega pensla? Nei nota pensla voða lítið, á 2 pensla akkurat núna; einn sem ég nota stundum til að grunna striga og svo annan minni til að hræra í málingunni. Ég nota líkaman minn til að prenta málingunni á strigan - eða til að fjarlægja málingu af striganum, og á þann hátt skapa ég mismunandi prent af líkamanum á strigan.


Hvað finnst skemmtilegast að vinna að? Fer eftir dögum, finnst alltaf gaman að vinna með mála á striga og textíl en núna hef ég einnig verið að prufa mig áfram í að taka myndir og video og finnst það mjög skemmtilegt. Uppáhalds listamaður? Ana Mendieta, frábær listakona sem vinnur mikið með líkaman sinn og hefur verið mér mikill innblástur– mæli með að tjekka á henni. Uppáhalds listaverk? Akkurat núna er það ‘Mariale 3’ eftir Simon Hantai – næst þegar ég fer til Parísar ætla ég á Pompidou safnið og sjá það í persónu.

London eða Reykjavík?
Fer eftir hvað þú leitast eftir. London er meira spennadi, en Reykjavík er meira gefandi.
Uppáhalds staður? Þar sem fjölskyldan og vinirnir eru. Uppáhalds orð? Gírafari.

Er hægt að sérpanta verk eftir þig? Já, endilega bara hafa samband og senda mer meil: info@siljahinriks.com Hvar er hægt að fylgjast með þér? Á facebook: www.facebook.com/siljahinriks, á instagram: www.instagram.com/siljahinriks og ef þú vilt sjá myndir af verkum eftir mig: www.siljahinriks.com




Engin ummæli:

Skrifa ummæli