miðvikudagur, 25. júní 2014

WHO'S // ALLY LINDSAY

Ally Lindsay 26 ára gömul hæfileikarík stúlka sem býr í New York. Hún starfar sem ljósmyndari og hefur ferðast um heiminn til að mynda og hefur hún meðal annars komið við hér á Íslandi. Hún er top nice stúlka og við fengum að forvitnast aðeins um hana og lífið.




Hvenær fékkstu áhuga á ljósmyndun?
Ég fékk áhuga mjög ung. Mér finnst ég alltaf hafa séð heiminn á myndrænan hátt en hafði aldrei áttað mig á því fyrr enn í menntaskóla. Flestir sjá ekki heiminn eins og ég geri.... að vísu sjá allir heiminn á sinn hátt. Ég man þegar ég var yngri bjuggu ég og bróðir minn til mjög fyndin video á upptökuvél föður míns  - Við settum á okkur hárkollur og klæddum okkur í klikkuð föt og gerðum sýningar. Seinna með þegar að ég var í kringum 13 ára átti kærasti systur minnar digital myndavél og ég fékk hana lánaða eitt kvöld vélina og byrjaði að mynda alls konar hluti og fannst það virkiega gaman að ná augnablikunu á myndrænan hátt í gegnum linsuna. Síðar það kvöld leit stóra systir mín á myndirnar, systir mín vinnur við kvikmyndun og sagði mér að hún væri mjög hrifin og að ég hefði gott auga fyrir ljósmyndum. Svo ég skráði mig á filmunámskeið og þar byrjaði boltinn að rúlla.
Hvað elskaru við ljósmyndun? 
Ég elska að ná að grípa augnablikið á myndrænan hátt.

Hvar hafa myndirnar þína birst?

Myndirnar mínar hafa meðal annars birst á Asos.com, Glamour Magazine, Purple.fr, Standardculture.com, Levi's Colombia, Bullettmedia.com, Schön Magazine og full af öðrum frábærum minni stöðum.

Hver er uppáhalds ljósmyndarinn þinn?
Þetta er erfið spurning! Ummmm, ég er mjög hrinfin af William Eggleston, Guy Bourdin, Terry Richardson, Jurgen Teller og Ren Hang.

Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Uppáhalds maturinn minn er það sem ég kreiva og á þessari stundu er ég að kreiva Kóreska bibimbap. (Núna er ég að pana mér það sem hádegismat!!) Haha..

Hvor værir þú til í að vera mynduð af Terry Richardson eða Mario Testino?
Terry Richardson!!! Það væri ævintýri - Ég elska hvernig myndirnar hans eru ósjálfráðar og ná hámarki.

Hvað finnst þér um Íslendinga?
Flest allir hafa þá staðalímynd að íslendingar eru eins og einhyrningar... svo sjaldgæfir og fallegir og það er satt! Þegar ég var á Íslandi fannst mér ég strax velkomin og fann strax fyrir vellíðu og eignaðist ég þar marga góða vini. Ísland á góðan stað í hjarta mínu!


Myndir eftir ALLY LINDSAY


Engin ummæli:

Skrifa ummæli