þriðjudagur, 17. júní 2014

HJALTI KARLSSON // SVONA GERI ÉG



Hjalti Karlsson er með sýninguna ''Svona geri ég'' í Hönnunarsafni Íslands


Hjalti Karlsson er stórmagnaður grafískur hönnuður sem hefur hlotið verðlaun kennd við Torsten og Wanja Söderberg. Hjalti er eigandi hönnunarstofunnar Karlsson & Wilker í New York og hefur hann starfað þar frá árinu 2000. Stofan hefur unnið verkefni meðal annars fyrir MTV sjónvarpsstöðina, Time tímaritið og  Guggenheim og MoMA listasöfnin í New York.

Við kíktu á opnunina síðast liðinn laugardag og mælum sterklega með að fólk tjékki á þessari snilld.

Sýningin er í Hönnunarsafni Íslands sem er á Garðatorgi 1 og stendur frá 14/06/14 - 05/10/14. 
Opið alla daga frá 12:00-17:00 (Nema mánudaga).







Engin ummæli:

Skrifa ummæli