mánudagur, 30. júní 2014

WHO'S // BENEDIKTE KLUVER

Benedikte Klüver (Bee) er 17 ára gömul skemmtileg stúlka búsett í Kaupmannahöfn. Hún vinnur sem fyrirsæta og eyðir mikið af tíma sínum í að teikna og mála. Hún er virkilega flínk og eru myndirnar hennar heví fínar. Við fengum aðeins að forvitnast um hana og lífið.

















Helstu áhugamál?
Ég elska að teikna og skapa list.

Hvenær byrjaðiru að teikna?
Ég hef verið að teikna og mála allt mitt líf. Að skapa list er voða mikið ég og ég get ekki ímyndað mér að lifa án teikna og mála. Það er góð leið til að tjá tilfiningar.

Notastu við sérstaka tækni þegar þú teiknar?
Jeeeb, ég teikna í iPad ég nota app sem kallast Procreate, það virkar á sama hátt og að teikna á blað.

Hver er þinn uppáhalds listamaður?
Frida Kahlo. Sagan hennar er ótrúleg og hún var mögnuð manneskja. 

Uppáhalds lag?
Þessa stundina er það Kygo - Midnight.

Framtíðarplön?
Ég veit að ég mun vinna við eitthvað listrænt tengt tísku, því það er ég. Ég á tvö ár eftir af skóla, svo ég hef nægan tíma til að ákveða mig.

Er hægt að kaupa myndir eftir þig?
Já auðvitað! Segðu mér bara hvernig mynd þig langar í og hvaða stærð og ég skal koma henni til þín!

MYNDIR EFTIR BEE



Endilega tjékkið inná www.benediktekluver.dk 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli