mánudagur, 30. júní 2014

SNILLD DAGSINS

Snilld dagsins er Johhny Depp og Kate Moss.



SNILLD DAGSINS

Myndin Nymphomaniac er alveg snilld

KLIPP4RT



WHO'S // BENEDIKTE KLUVER

Benedikte Klüver (Bee) er 17 ára gömul skemmtileg stúlka búsett í Kaupmannahöfn. Hún vinnur sem fyrirsæta og eyðir mikið af tíma sínum í að teikna og mála. Hún er virkilega flínk og eru myndirnar hennar heví fínar. Við fengum aðeins að forvitnast um hana og lífið.

















Helstu áhugamál?
Ég elska að teikna og skapa list.

Hvenær byrjaðiru að teikna?
Ég hef verið að teikna og mála allt mitt líf. Að skapa list er voða mikið ég og ég get ekki ímyndað mér að lifa án teikna og mála. Það er góð leið til að tjá tilfiningar.

Notastu við sérstaka tækni þegar þú teiknar?
Jeeeb, ég teikna í iPad ég nota app sem kallast Procreate, það virkar á sama hátt og að teikna á blað.

Hver er þinn uppáhalds listamaður?
Frida Kahlo. Sagan hennar er ótrúleg og hún var mögnuð manneskja. 

Uppáhalds lag?
Þessa stundina er það Kygo - Midnight.

Framtíðarplön?
Ég veit að ég mun vinna við eitthvað listrænt tengt tísku, því það er ég. Ég á tvö ár eftir af skóla, svo ég hef nægan tíma til að ákveða mig.

Er hægt að kaupa myndir eftir þig?
Já auðvitað! Segðu mér bara hvernig mynd þig langar í og hvaða stærð og ég skal koma henni til þín!

MYNDIR EFTIR BEE



Endilega tjékkið inná www.benediktekluver.dk 

föstudagur, 27. júní 2014

SNILLD DAGSINS


Snilld dagsins er síðan Wes Anderson palettes sem sýnir litapalleturnar í ákveðnum atriðum í Wes Anderson myndum.

SÍSÝ EY MÆLA MEÐ


Getið þið mælt með...

...þremur nýjum listamönnum?
Into Beats, Young Karin og Samaris

...þremur eldri listamönnum?
Mezzoforte, Maetrik og Mariah Carey

...þremur bíómyndum?
Glitter, Blue is the warmest color og Life aquatic with Steve Zissou

...heimasíðu?
Berglindfestival

...einhverju á Youtube?
Jesus is your friend

...einhverju til að gera á frídegi?
Fara á diskótek


Hver eru uppáhalds...

...album cover?
Bleika Berndsen coverið




















...dansspor?
Við eigum nokkur uppáhalds dansspor en Friffi elskar crump mest af öllu

...bók?
Létta leiðin til að hætta að reykja

...drykk?
Magic

...nostalgíu?
Fubu á bensínstöð

..áratugur?
Núna!

WHO'S - ÁGÚSTA ÝR

Ágústa Ýr er 20 ára ljósmyndari búsett í New York. Hún er að læra ljósmyndun í skólanum School of Visual Arts og var hún að klára fyrsta árið sitt þar sem hún var aðalega að læra um sjálfsmyndir.
Hún er búin að vera að aðstoða ljósmyndarann Bon Duke og finnst henni það mjög skemmtilegt enda ná þau vel saman og er hún búin að læra mikið af honum. Ágústa verður hér á landinu í sumar og ætlar hún að reyna að nota tímann til að taka eins mikið af myndum og hún getur.






Þið getið séð fleiri myndir eftir hana Ágústu á síðunni hennar Agustayr.com

fimmtudagur, 26. júní 2014

SNILLD DAGSINS


Snilld dagsins er fyrsta solo lagið hans Unnsteinns Manuels.

WHO'S // ALMA MJÖLL

Hver er Alma Mjöll ?
23 ára kisumamma búsett í hjarta hamingjunnar, Válastíg með . Ég er tvíburi, krotari, nýsleginn párari og endurunnið sorp. Ég er hamingjusöm , þakklát og lifandi í sátt við flest dýr og flestalla menn. Ég geri stundum án þess að hugsa og hugsa stundum án þess að gera. Ég bæti það upp með killer túnfiskspasta og mjög svo einlægri einlægni.ég á fjölskyldu sem ég elska og vini sem ég dái. Ég er heppin.

Hvenær Byrjaðiru að teikna?
Ég hef alltaf krotað í stílabækur, ekki mikið samt, oftast þegar mér leiddist hrikalega í spænsku eða stærðfræði. Ég var nefninlega í skóla á undan snjallsímanum, ég var barn á tímum spjallsíma og því þurfti maður að finna sér eitthvað að gera þegar manni leiddist eins og t.d að krota. Ég byrjaði að teikna reglulega fyrir rúmu ári síðan af sárri neyð. Við mér blasti hungursneyð og andleg fátækt og ég snéri mér að kroti. Við höfum verið bestu vinir síðan.

Hefur þú alltaf verið góð að teikna eða koma þetta bara með æfingu? 
 Ég hef aldrei getað sagst vera góð að teikna. Fyrir mér voru góðir teiknarar fólk sem gat gert nákvæma eftirlíkingu af viðfangsefninu með skuggum og fullkomri áferð og ölllu tilheyrandi. Samt vissi ég að mig langaði aldrei að verða þannig teiknari. Það sem hefur batnað hjá mér er það að ég er ekki jafn hrædd við að taka ákvarðanir og ekki jafn óörugg með pennann. Fyrsta og jafnvel besta framförin var þegar ég ákvað að hætta reyna að teikna eins og aðrir og teikna bara það sem mig langaði að teikna og teikna eins og ég vildi teikna.

Hvað finnst þér skemmtilegast að teikna?
Mér finnst skemmtilegast að teikna manneskjur. Reyna að ná karakterum með því hvernig ég teikna, hvernig ég sé þá. Mér finnst fólk svo spennandi og fallegt. 
Ég fæ innblástur frá listamönnum sem fara sínar eigin leiðir, taka áhættu á það sem þeir eru að gera og standa á bakvið það, ekkert endilega bara teiknarar heldur bara allskonar listamenn.

Uppáhalds listamaður?
JAMES FRANCO.

Uppáhalds matur?

Pönnu Pítsa.

Uppáhalds staður?

Válastígur er frábær staður.

Er hægt að kaupa myndir af þér?
Það er hægt að kaupa myndir af mér og panta myndir í gegnum facebook síðuna mína https://www.facebook.com/almamjoll 




FÓTÓFLIPP - PALMETTO







Ljósmyndari : Ágústa Ýr
Stílisti : Anna Maggy, Júlía Tómas og Sigrún Perla
Model : Ellen Helena Helgadóttir
Sérstakar þakkir : Blómabúð Sóleyjar á Garðatorgi

miðvikudagur, 25. júní 2014

SNILLD DAGSINS

Snilld dagsins er Jaden Smith í hvítum Batman búning í brúðkaupinu hjá Kim og Kanye!


TÓNLISTARVIDEO VIKUNNAR

Tom Vek - Sherman (Animals in the Jungle)



Hercules & Love Affair - I Try To Talk To You 



Le1f - Sup



FKA Twigs - Two Weeks 

WHO'S // ALLY LINDSAY

Ally Lindsay 26 ára gömul hæfileikarík stúlka sem býr í New York. Hún starfar sem ljósmyndari og hefur ferðast um heiminn til að mynda og hefur hún meðal annars komið við hér á Íslandi. Hún er top nice stúlka og við fengum að forvitnast aðeins um hana og lífið.




Hvenær fékkstu áhuga á ljósmyndun?
Ég fékk áhuga mjög ung. Mér finnst ég alltaf hafa séð heiminn á myndrænan hátt en hafði aldrei áttað mig á því fyrr enn í menntaskóla. Flestir sjá ekki heiminn eins og ég geri.... að vísu sjá allir heiminn á sinn hátt. Ég man þegar ég var yngri bjuggu ég og bróðir minn til mjög fyndin video á upptökuvél föður míns  - Við settum á okkur hárkollur og klæddum okkur í klikkuð föt og gerðum sýningar. Seinna með þegar að ég var í kringum 13 ára átti kærasti systur minnar digital myndavél og ég fékk hana lánaða eitt kvöld vélina og byrjaði að mynda alls konar hluti og fannst það virkiega gaman að ná augnablikunu á myndrænan hátt í gegnum linsuna. Síðar það kvöld leit stóra systir mín á myndirnar, systir mín vinnur við kvikmyndun og sagði mér að hún væri mjög hrifin og að ég hefði gott auga fyrir ljósmyndum. Svo ég skráði mig á filmunámskeið og þar byrjaði boltinn að rúlla.
Hvað elskaru við ljósmyndun? 
Ég elska að ná að grípa augnablikið á myndrænan hátt.

Hvar hafa myndirnar þína birst?

Myndirnar mínar hafa meðal annars birst á Asos.com, Glamour Magazine, Purple.fr, Standardculture.com, Levi's Colombia, Bullettmedia.com, Schön Magazine og full af öðrum frábærum minni stöðum.

Hver er uppáhalds ljósmyndarinn þinn?
Þetta er erfið spurning! Ummmm, ég er mjög hrinfin af William Eggleston, Guy Bourdin, Terry Richardson, Jurgen Teller og Ren Hang.

Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Uppáhalds maturinn minn er það sem ég kreiva og á þessari stundu er ég að kreiva Kóreska bibimbap. (Núna er ég að pana mér það sem hádegismat!!) Haha..

Hvor værir þú til í að vera mynduð af Terry Richardson eða Mario Testino?
Terry Richardson!!! Það væri ævintýri - Ég elska hvernig myndirnar hans eru ósjálfráðar og ná hámarki.

Hvað finnst þér um Íslendinga?
Flest allir hafa þá staðalímynd að íslendingar eru eins og einhyrningar... svo sjaldgæfir og fallegir og það er satt! Þegar ég var á Íslandi fannst mér ég strax velkomin og fann strax fyrir vellíðu og eignaðist ég þar marga góða vini. Ísland á góðan stað í hjarta mínu!


Myndir eftir ALLY LINDSAY