fimmtudagur, 26. júní 2014

WHO'S // ALMA MJÖLL

Hver er Alma Mjöll ?
23 ára kisumamma búsett í hjarta hamingjunnar, Válastíg með . Ég er tvíburi, krotari, nýsleginn párari og endurunnið sorp. Ég er hamingjusöm , þakklát og lifandi í sátt við flest dýr og flestalla menn. Ég geri stundum án þess að hugsa og hugsa stundum án þess að gera. Ég bæti það upp með killer túnfiskspasta og mjög svo einlægri einlægni.ég á fjölskyldu sem ég elska og vini sem ég dái. Ég er heppin.

Hvenær Byrjaðiru að teikna?
Ég hef alltaf krotað í stílabækur, ekki mikið samt, oftast þegar mér leiddist hrikalega í spænsku eða stærðfræði. Ég var nefninlega í skóla á undan snjallsímanum, ég var barn á tímum spjallsíma og því þurfti maður að finna sér eitthvað að gera þegar manni leiddist eins og t.d að krota. Ég byrjaði að teikna reglulega fyrir rúmu ári síðan af sárri neyð. Við mér blasti hungursneyð og andleg fátækt og ég snéri mér að kroti. Við höfum verið bestu vinir síðan.

Hefur þú alltaf verið góð að teikna eða koma þetta bara með æfingu? 
 Ég hef aldrei getað sagst vera góð að teikna. Fyrir mér voru góðir teiknarar fólk sem gat gert nákvæma eftirlíkingu af viðfangsefninu með skuggum og fullkomri áferð og ölllu tilheyrandi. Samt vissi ég að mig langaði aldrei að verða þannig teiknari. Það sem hefur batnað hjá mér er það að ég er ekki jafn hrædd við að taka ákvarðanir og ekki jafn óörugg með pennann. Fyrsta og jafnvel besta framförin var þegar ég ákvað að hætta reyna að teikna eins og aðrir og teikna bara það sem mig langaði að teikna og teikna eins og ég vildi teikna.

Hvað finnst þér skemmtilegast að teikna?
Mér finnst skemmtilegast að teikna manneskjur. Reyna að ná karakterum með því hvernig ég teikna, hvernig ég sé þá. Mér finnst fólk svo spennandi og fallegt. 
Ég fæ innblástur frá listamönnum sem fara sínar eigin leiðir, taka áhættu á það sem þeir eru að gera og standa á bakvið það, ekkert endilega bara teiknarar heldur bara allskonar listamenn.

Uppáhalds listamaður?
JAMES FRANCO.

Uppáhalds matur?

Pönnu Pítsa.

Uppáhalds staður?

Válastígur er frábær staður.

Er hægt að kaupa myndir af þér?
Það er hægt að kaupa myndir af mér og panta myndir í gegnum facebook síðuna mína https://www.facebook.com/almamjoll 




Engin ummæli:

Skrifa ummæli