þriðjudagur, 10. júní 2014

WHO'S // ARNA BETH?

Arna Beth er ungur listamaður sem stundar nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún byrjaði að teikna árið 2008 og hefur ekki stoppað síðan. Hún er einstaklega góð að teikna sci-fi og landslagsmyndir. Einnig ef þú ert með henni í tíma geturu átt von á því að hún teikni bakið á þér. Við fengum að heyra frá Örnu um lífið og listina.

D:Hver er Arna Beth? 
A: Kani og Íslendingur, fædd 1997. Vesturbæingur. Hinsegin pönkari. Brúneygð með gyðingakrullur. Lattelepjandi gardína. Vísindaskáldsöguunnandi og netfíkill.

D:Hvenær byrjaðiru að teikna?
A:Ég byrjaði að teikna fyrir um 5-6 árum. Þetta hljómar kannski eins og kjánaleg ástæða til að byrja, en það var afbrýðisemi sem triggeraði áhugann hjá mér. Ég og tvær vinkonur mínar teiknuðum mjög mikið í skólanum. Ég varð frekar afbrýðisöm þegar stelpurnar í bekknum hrósuðu þeim miklu meira en mér. Ég hef alltaf verið of mikil keppnismanneskja. Ég vil alltaf vera sú besta. En sem betur fer hefur þetta þróast frá því að vera “betri en allir” yfir í að vera “betri en ég er núna”. Ég komst yfir afbrýðisemina þó ég ætla að þakka henni fyrir að kveikja í áhuganum og kynna mér fyrir heim listarinnar.


D:Hefur alltaf verið góð að teikna eða kom þetta bara með æfingu?

A:Það er algengur misskilningur að halda að listamenn fæðist með ákveðna “hæfileika”. Þetta eru pjúra áhuga og erfiðis vinna sem blóð, sviti og tár fara í! Í mörg ár hef ég setið fyrir framan tölvuna og lesið bækur um hvernig á að gera hitt og þetta. Sumar nætur er ég vakandi og teiknandi þangað til það er kominn morgunn. Það er varla hægt að segja að þetta sé hollur lífstíll úff.

D:Þú teiknar bæði á blað og í tölvu hvort finnst þér skemmtilegra?
A: Bæði er mjög skemmtilegt en ég verð að segja að digital sé “skemmtilegra”. Það hentar mér betur. Sérstaklega þar sem ég geri mikið af vélmennum og bara science fiction teikningum almennt er þægilegt að skapa það í tölvunni. Gengur mikið út á það að “photobash-a”, eða setja saman margar myndir og vinna svo út frá því, sem ég get rétt ímyndað mér að er mjög flókið á hefðbundin hátt með blað, blýant, málningu eða einhver álíka tól. 


D:Hvað er helsti munurinn á að teikna á blað og að teikna í tölvu?
A:Fer í rauninni eftir því hvað þú ert að gera og í hvaða skapi þú ert. Stundum gengur ekkert í tölvu og allt virkar á blaði þú verður eiginlega bara að go with the flow. Það gengur ekkert að neyða mann í að vinna með eitthvað sérstakt medium, eða það er hægt en það gengur oft brussulega. En kannski helsti munur er bara hvað digital er fyrirgefanlegt og sveigjanlegt. Það eru mun fleiri möguleikar og þú vinnur margfalt hraðar en á t.d blaði/striga o.s.fr. Tíminn er pottþétt helsti munurinn sem ég tek eftir.

D:Hvað finnst þér skemmtilegast að teikna?(landscape,portrait)
A: Líkamar og umhverfismyndir. Ég er mikill anatómíu fan og ef einhverjir lesendur sem þekkja mig hafa komið heim til mín þá eru margar myndir upp á vegg af líkamspörtum(þetta hljómar illa) til að hafa sem fyrirmyndir fyrir framtíðarteikningar + heill hellingur af bókum í hillunni minni um byggingu líkamans. Það er mjög gaman að geta teiknað hvaða líkama sem er og að kunna á hann er svo mikilvægt fyrir hvern einasta listamann. Það er svona basic knowledge. 
Það er rosalega skemmtilegt að geta hannað sinn eigin heim(þ.e.a.s umhverfi/environments). Það er svo margt sem þú getur gert og þínar hugmyndir eru alltaf einhvernveginn öðruvísi en einhvers annars. Alltaf eitthvað nýtt kemur út. Stórt markmið hjá mér er að verða environmental concept artist, eða s.s hanna umhverfi fyrir t.d tölvuleiki eða kvikmyndir. 
D:Hvað hefur framtíðin að bjóða fyrir örnu beth art?
A:Vonandi fleiri og fleiri verk og ný verkefni! Möguleg samvinna við aðra frábæra listamenn. Stutt PSA!! Ég er alltaf til í að eiga gott spjall við aðra listamenn hvort sem þið eruð nýbyrjuð eða ekki! Það eru ekki margir sem hafa svona mikinn áhuga á myndlist svo það væri æðislegt að geta spjallað við einhverja um list.

D:Nú ert þú að fara í listaskóla í Frakklandi hvernig leggst það í þig? 
A:Ég var einmitt að senda út umsóknarbréfið mitt í vikunni en veit ekki hvort ég kemst inn fyrr en 12. júní. Þetta er mjög spennandi ferli en erfitt, því þú ert ávallt í óvissunni. Það er frekar erfitt að vinna með frökkum hef ég tekið eftir, sérstaklega þar sem þeir eru svo ótæknivæddir og samskipti erfið ef þú talar ekki frönsku. En hey, þetta reddast! Ef ég kemst inn þá er það frábært! Sérstaklega þar sem það myndi opna fyrir mig margar dyr að nýjum möguleikum í lífinu. Kynnast öðrum listamönnum og komast í kynni við franska menningu. Allt mjög spennandi.

D:Hvaðan færðu innblástur?
A:Uppáhalds listamenn, áhugamál svo sem; kvikmyndir, tölvuleikir, tónlist, ljósmyndun.  Ungir listamenn sem eru að gera ótrúlega hluti. Gönguferðir og gott spjall við gott fólk. En ekki bara afþreying og samskipti veita mér innblástur heldur líka menning og slæmar upplifanir sem ég hef gengið í gegnum. Að vera hinsegin einstaklingur í feðraveldinu. Rasismi, queerfóbía, kvenfyrirlitning, kynlíf, völd, peningar. Ef rýnt er nógu vel í verkin mín má sjá glitta í einhversskonar controversial mál.

D:Áttu þér einhver muse?
A:Pétur Atli Antonsson, vinur minn og frábær listamaður sem hefur hjálpað mér endalaust og hefur eytt svo miklum tíma í að hjálpa mér. Hann veitir mér endalausan innblástur og er alltaf til í að hjálpa mér að bæta mig! 


D:Eru einhverjir listamenn sem þú horfir upp til?
A: Svo margir ég veit varla hvar ég á að byrja! Meðal íslenskralistamanna má nefna; Pétur, Börk EiríkssonEvana Kisa. Hafa öll áorkað svo mikið og eru að gera frábæra hluti!
En almennt uppáhalds listamenn eru m.a Alexandre Zedig Diboine, Scott Robertson, JungGi Kim, James Gurney, Benjamin Björklund, Yun Ling, Wesley Burt, Jana Schirmer, Steve Huston, J.C Leyendecker, Egon Scheile og margir margir fleiri listamenn. Þetta eru þeir sem hafa mótað listræna hugsunarháttinn hjá mér mest.


D:Ef þú mættir eiga hvaða listaverk sem er eftir hvaða listamann sem er hvert væri fyrir valinu?

A:Masturbation eftir Klimt. Það eru skissur af sjálfsfróun kvenna frá 1916 þegar sjálfsfróun og kynlíf almennt þóttu mjög taboo umræðuefni. Teikningarnar eru ekkert sérstakar í sjálfu sér en þær eru svo umdeildar og umræðan í kringum myndirnar er svo merkileg. 


Þið getið skoðað myndirnar hennar Örnu hérna

Engin ummæli:

Skrifa ummæli