mánudagur, 16. júní 2014

WHO'S // MELKORKA - KORKIMON


Nafn? 
Melkorka Katrín Tómasdóttir, en í vegabréfinu mínu stendur Ingibjörg Stefanía Ingibjargardóttir (löng saga).

Aldur?
19 ára.

Staður?
Ég bý í New York.

Skóli/Starf?
Ég var að klára fyrsta árið mitt í Sarah Lawrence College.

Hvenær byrjaðir þú að gera collages?
Síðan ég var sirka 14 ára hef ég alltaf haldið skissubækur, og klippti oft út og límdi þar inn myndir úr tímaritum o.s.fr., en þegar ég var svona 16/17 ára byrjaði ég að búa til collages með meiri alvöru.

Hver eru helstu áhugamál þín?
Aðallega ljósmyndun og að búa til collage. Ég er búin að vera að prófa mig áfram í photoshop og búa til collage þannig. Finnst gott að vera með sjálfri mér, og get dundað mér við hvaðeina í tíma og ótíma. 

Hvar er hægt að fylgjast með þér?
Heimasíðunni minni 
www.korkimon.com instagram: @KORKIMON

UPPÁHALDS
 

...staður?
Verð að segja New York.

...lag þessa stundina?
Nýlega keypti ég nýju Future Islands plötuna og er að fíla 'Sun in the Morning' og 'Seasons'. Annars verð ég að segja 'Without U' með Spooky Black og 'Salad Days' með Mac DeMarco.

...bók?
Ég er bara ekki viss, en núna er ég að lesa 'Brain on Fire' eftir Susannah Calahan 


-COLLAGES EFTIR MELKORKU-


Engin ummæli:

Skrifa ummæli