miðvikudagur, 11. júní 2014

ANDY WARHOL



Andy Warhol var einn af mikilvægustu listamönnum pop-art hreyfingarinnar sem varð mjög vinsæl á seinni hluta tuttugustu aldar. Þó hann sé best þekktur fyrir málverk sitt af Campbell súpu dósunum hefur hann búið til hundruð af öðrum verkum þar á meðal kvikmyndir og bækur. Einnig stofnaði hann tímaritið Interview. Innblástur Warhols kom frá hlutum sem hann elskaði eins og peningum, frægu fólki og Campbell súpu sem hann hefði borðað allt sitt líf í hádegismat.
Það sem Andy Warhol var að gera með pop-art var að halda áfram með "dadaism".
"Dadaism" er að taka venjulegan hlut sem þú finnur, setja það í listasafn og kalla það list. Svo hann var að fá fólk til að hugsa og endurskilgreina hvað list var.

" I'm afraid that if you look at a thing long enough, it looses all of it's meaning"

"An artist is somebody who produces things that people don't need to have" 

"the world fascinates me" 

"art is what you can get away with"


Engin ummæli:

Skrifa ummæli