þriðjudagur, 17. júní 2014

WHO'S - DJ HENDRIK?

Deer: Hvenær byrjaðiru að dj-a?
Hendrik: Ég byrjaði að dj-a í félagsmiðstöðinni Fjörgyn í Grafarvoginum fyrir ca. 25 árum síðan.

D: Var eitthvað sérstakt sem lét þig byrja að dj-a eða var einhver sem veitti þér innblástur? 
H: Kveikjan að þessu öllu saman var fyrst og fremst mjög mikill áhugi á tónlist. Svo voru græjurnar í Fjörgyn svo rosalega flottar að það var ekki séns að halda takkaóðum tónlistaráhugamanni eins og mér frá þeim. Við Arnar vinur minn byrjuðum að fikta og kenndum okkur þannig að spila.

D: Þegar þú varst að byrja var einhver sem þú horfðir upp til ? 
H:Nei ég get ekki sagt það. Það kom ekki fyrr en seinna þegar ég fór að kynna mér betur hinar ýmsu stefnur danstónlistarinnar. Þá fór ég fljótt að líta upp til manna eins og Carl Craig, Kevin Saunderson og Derric May.

D: Hefur tónlistin sem þú spilar breyst mikið með árunum? 
H: Já og nei. Ég hef sjálfur átt svolítið erfitt með að halda mér við einn sérstakan stíl vegna þess hve tónlistarsmekkur minn er breiður. Á þeim tíma sem ég hef verið að spila hafa komið fram ótal nýjar stefnur innan danstónlistarinnar og svo eru tískubylgjur í þessu eins og öðru þannig að það eru alltaf einhver gömul sánd að koma aftur upp á yfirborðið. Það eru t.d. mörg 25 ára gömul lög sem hljóma mjög vel í settum í dag.

D: Er eitthvað eftirminnilegt gig sem þú getur sagt okkur frá? 
H:Eftirminnilegasta giggið er eflaust þegar ég spilaði á 2500 manna fetish klúbbi í Kaupmannahöfn. Þar var brjáluð stemmning og ég sá hluti sem að ég á aldrei eftir að gleyma.

D: Hvað notaru mest þegar þú ert að spila (vinyl,tölvuna þína)? 
H: Það er mjög breytilegt. Ég á ennþá mína plötuspilara sem mér finnst rosalega gaman að spila á. Ég nota þá líka oft með tölvunni. Svo eru oftast geyslaspilarar til staðar þar sem ég spila svo þá nota ég þá.

D: Teluru að bransinn hafi breyst eftir að tæknin hefur þróast frá vinyl yfir í tölvutækt form? 
H: Já hann hefur gert það. Í fyrsta lagi þá er margfalt meira gefið út af tónlist í dag vegna þess hversu auðvelt það er að gefa út á tölvutæku formi. Svo með nýrri tækni eru möguleikarnir endalausir.

D:finnuru strax þegar crowdið er ekki gott? 
H: Já ég finn það fljótlega. En þá reynir mest á hæfileikana.


D: ertu með eitthvað lag sem kemur fólki strax til að dansa? eitthvað secret weapon? 
H: Nei ég get ekki sagt það. Ég spila oftast eftir tilfinningunni. Þ.e.a.s. ég reyni að lesa crowdið og vel tónlistina eftir því.

D: Hvernig finnst þér tónlistarsenan á íslandi? 
Hún er mjög sveiflukennd. Það hefur í raun ekki verið nein klúbbamenning hér lengi. En það eru alltaf einhverjir góðir aðilar að reyna að endurvekja hana eins og t.d. núna með Park. Svo hafa flottir tónleikastaðir verið að koma og fara eins og t.d. Faktorí og núna Harlem og Brikk. En það er til heill hellingur af frábæru tónlistarfólki á Íslandi.

D: Hugsaru mikið út í það hverju þú klæðist þegar þú ert að spila?
H: Nei ég get ekki sagt það.

D: Núna ert þú með mjög flottan stíl teluru að flottur klæðaburður skipti miklu máli? 
H: Já, mér líður allavega alltaf betur þegar mér finnst ég líta vel út.

D: Þú ert oft með mjög flott skart og hef ég einhvertíman átt samtal við þig um það áttu einhvern uppáhalds item? 
H: Ætli það væri þá ekki hringur sem að lítur út eins og kló á fugli.

D: Ef einhver sem væri að byrja að safna vinyl plötum og kæmi til þín og bæði þig um aðstoð hvaða 3 plötur myndiru segja að væri must? 
H: Úffffff. Þetta er alltof erfið spurning. Það fer alveg eftir tónlistarstíl hvers og eins.

D: Geturu lýst dj settinu þínu í 7 orðum? 
H: Djúpt, dimmt, funky, svalt, fallegt, ferskt og tillfinningalegt.

D: Hvað væri dream collaboration hjá þér?
H: Ég þætti nú ekki leiðinlegt ef að Carl Craig vildi gera eitthvað með mér.

Hendrik er að spila á Secret Solstice kl 14 á sunnudeginum í tjaldinu Embla.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli