þriðjudagur, 24. júní 2014

JEAN-MICHEL BASQUIAT

Jean-Michel Basquiat var bandarískur listamaður fæddur árið 1960. Hæfileiki hans kom fram á ungum aldri og fékk hann áhuga á list eftir að mamma hans dróg hann oft með sér á listasöfn þegar hann var ungur.
Basquiat lagði mikla áherslu á andstæður í myndunum sínum. Eins og munað og fátækt, innlimun og aðskilnað og svo innri upplifun á móti ytri upplifun.
Basquiat notaði myndirnar sínar og ljóð til að sína skoðanir sínar á valdaskiptingunni og rasisma.
Basquiat barðist mikið til að fá myndirnar sínar sýndar og þegar hann fékk loksins viðurkenningu á listinni sinni fannst honum myndirnar sínar aldrei fullkomnar og vildi alltaf bæta sig.
Basquiat málaði oft í Armani jakkafötum og mætti svo á opnanir sínar í sömu útmáluðu jakkafötunum.
Hann og Andy Warhol voru góðir vinir og gerðu seríu af myndum saman. Eftir dauða Andys féll Basquiat í þunglyndi og mikla eiturlyfjaneyslu. Hann dó árið 1988 í stúdíoinu sínu úr ofneyslu heróins. Myndir Basquiats eru vel metnar en til dagsins í dag og jafnvel þó að lista ferillinn hans var stuttur náði hann að hafa mikil áhrif á listasamfélagið.
























Engin ummæli:

Skrifa ummæli