miðvikudagur, 18. júní 2014

WHO'S // SIF BALDURS

Sif Baldursdóttir er ungur efnilegur fatahönnuður á uppleið. Sif útskrifaðist sem fatahönnuður við Istituto Marangoni í Milanó árið 2010.  Í dag hannar hún undir merkinu Kyrja og fæst hönnun hennar í versluninni KIOSK á Laugavegi 65.
V
ið fengum aðeins að forvitnast um Sif.
Hver eru svona helstu áhugamál þín? 
Föt, föt, föt og tónlist.

Hvað hefur þú starfað lengi sem fatahönnuður?
Síðan 2010 með einhverjum hléum, en í fullu starfi í eitt og hálft ár hjá fatamerki mínu sem heitir Kyrja.

Hefur þú lært fatahönnun?
Já, í Istituto Marangoni í Mílanó á Ítalíu.

Hvaðan sækir þú innblástur í hönnunina þína?
Út um allt. Málningarslettum á veggjum, fuglaskít á glugga og froðunni á bjórnum mínum. Fegurðin er allsstaðar!


Hamborgari eða pítsa?
Grænmetisborgari.


Uppáhalds orðið þitt?
Grotesque.

Ertu feministi?
Auðvitað.

Vivienne Westwood vs Coco Chanel?
Coco alla leið.

Eitthvað planað í sumar?
Klára Spring/Summer 2015 línuna mína!

Hvar er hægt að fylgjast með þér?

www.kyrja.is
Facebook: www.facebook.com/kyrjareykjavik
Instagram: kyrjareykjavik



KYRJA SS14




Engin ummæli:

Skrifa ummæli