fimmtudagur, 12. júní 2014

WHO'S // MAGNEA EINARSDÓTTIR ?

Magnea Einarsdóttir er hæfileikaríkur fatahönnuður, eigandi fatamerkisins Magnea, stundakennari í Myndlistaskólanum og Listaháskólanum og meðstjórnandi í stjórn Fatahönnunarfélagsins. Við fengum að forvitnast aðeins um Magneu og spurðum hana nokkurra spurninga um lífið og tilveruna.







Hver eru helstu áhugamál þín? Fyrir utan vinnuna þá finnst mér gaman að ferðast, fara á söfn og tónleika, stunda yoga og búa til góðan mat með góðu fólki. Hefur þú lært fatahönnun? Já ég lærði í tveimur ótrúlega skemmtilegum en krefjandi skólum - eitt ár í Parsons í París og þrjú ár í Central St Martins í London og útskrifaðist með BA Hons í fatahönnun 2012.

Hvað hefur þú starfað lengi sem fatahönnuður? Síðan ég útskrifaðist fyrir tveimur árum. Hvaðan sækir þú innblástur í hönnunina þína? Bara allsstaðar, ég er alltaf með augun opin fyrir innblæstri og oftast er það eitthvað hversdagslegt og ómerkilegt sem vekur áhuga en ég vinn aðallega með knitwear og er alltaf að prófa mig áfram með nýja hluti í því. Uppáhalds staður? 
London og París.

Uppáhalds lag þessa stundina? Það er eitthvað við lagið Chandelier með Sia sem heillar þessa dagana og videoið er líka mjög flott. Hamborgari eða pítsa? Erfið spurning - en ég ætla að segja pítsa, fleiri möguleikar þar.. kaffi eða te? Kaffi. Uppáhalds orðið þitt? Súkkulaði. Ertu feministi? Já, að sjálfsögðu. Ertu með plön fyrir sumarið? Ég er á leiðinni til Ítalíu í byrjun júlí á efnasýningu þar sem ég ætla að hitta framleiðendur og skoða og panta efni fyrir AW15 línuna sem við hjá magnea erum að byrja á. Á leiðinni til baka ætla ég að koma við hjá vinkonu minni í París í nokkra daga og enda svo á að kíkja til Litháen þar sem AW14 línan, sem við sýndum á RFF, er í framleiðslu en hún er væntanleg í ágúst/september. Hvar er hægt að fylgjast með þér? Á heimasíðunni minni www.magneaeinarsdottir.com og svo erum við hjá Magnea auðvitað á facebook (https://www.facebook.com/pages/Magnea/117954641721527) og instagram (@m_a_g_n_e_a)

Myndir frá Reykjavík Fashion Festival 2014

Engin ummæli:

Skrifa ummæli