föstudagur, 20. júní 2014

MUSIC


Söngvarinn, producerinn og tónlistarmaðurinn Dev Hynes betur þekktur sem Blood Orange eða Lightspeed Champion er ekki nýr í tónlistarsenunni en hann hefur skrifað og producerað fyrir marga tónlistarmenn eins og Solange, Florence and the Machine og Chemical Brothers. Núna er hann að einbeita sér að verkefninu sínu sem Blood Orange og hljómar það eins og 80's soft electroniskt pop og vill hann meina að öll lög eftir hann gætu hljómað í 80's mynd.
Hann gerði nýlega tónlistina fyrir Giu Coopola og James Franco myndina Palo Alto og hefur hún fengið frábæra dóma.








Engin ummæli:

Skrifa ummæli