mánudagur, 21. júlí 2014

WHO'S // SVANHILDUR HALLA

Svanhildur Halla er 21 árs, búsett í Garðabænum og starfar hjá skapandi sumarstörfum. Einnig er hún á þriðja ári í listfræði við Háskóla Íslands. Við fengum aðeins að forvitnast um hana.




Hvað hefur þú verið að bralla hjá skapandi sumarstörfum og listatengt? 
Í sumar hef ég verið að mála með vatnslitum og akríl. Ég vinn mikið með andlit og fer mjög frjálslega með málninguna, sletti, nudda og smyr henni á strigann þannig að útkoman verður frekar ljóðræn og kaótísk.


Áttu þér uppáhalds..

...lag? Lost track of time með Mtms er mikið í spilun hjá mér núna.
… mynd? Flipped, því hún er bara svo yndisleg eitthvað að ég get horft á hana endalaust.
...mat? Lambalæri með brúnni sósu, kartöflum, gulum baunum og rabbarbarasultu.
...listamann? Það eru margir í uppáhaldi hjá mér en ef ég á að velja einn þá verður það að vera gamli og góði Claude Monet.
...ljósmyndara? Cindy Sherman er snillingur.
 ...síðu? Ég er vandræðalega mikið inn á pinterest, youtube og tumblr.
...stað? Leirársveitin fyllir mig alltaf að mikilli nostalgíu.
...drykk? Vatn.


Hvar er hægt að fylgjast með þér?  
Ég var að stofna facebook  síðu sem er www.facebook.com/svanhildurhalla



MYNDIR EFTIR SVANHILDI


Engin ummæli:

Skrifa ummæli