miðvikudagur, 2. júlí 2014

RODCHENKO

Alexander Rodchenko(1891 – 1956) var  rússneskur framúrstefnulistamaður. Hann var málari og hönnuður, en hann tók líka kvikmyndir, vann í leikhúsi, nýtti prentmiðilinn og tók ljósmyndir. Ljósmyndun var síðan það listform sem átti hug hans allan í næstum 20 ár. Á hans tíma voru ljósmyndir teknar á föstu plani, út frá miðju og beint framaná. Hinsvegar kom hann með nýja myndbyggingu í ljósmyndum. Hann myndaði alls konar birtingarmyndir lífsins, hversdagslega hluti með óvæntum sjónarhornum. Rodchenko telst til konstrúktífismans, sem er ein þeirra uppspretta sem runnu í stórfljót módernismans snemma á síðustu öld.









MYNDIR EFTIR ALEXANDER RODCHENKO




Engin ummæli:

Skrifa ummæli