miðvikudagur, 16. júlí 2014

PHARRELL & TÝNDA PLATAN


Það vita allir hver Pharrell er nú til dags. Þótt að Pharrell sé það heitasta undir sólinni þessa dagana og er þekktastur núna fyrir Happy, Get Lucky og Blurred Lines er hann búin að vera að gera síðustu 15 ár endalaust af hitturum án þess að fólk muni eftir því eða viti að hann hafi gert lagið. Það má nefna ógelymanlega partíplaylistalagið Drop it like it's hot með Snoop Dogg eða Rock Your Body með Justin Timberlake. Svo má ekki gleyma amazeballs snilldinni sem eru fyrstu þrjár N.E.R.D. plöturnar.
Árið 2006 gaf Pharrell fyrstu sólóplötuna sína In My Mind sem náði ekki vinsældunum sem hljómsveitin hans á þessum tíma N.E.R.D fékk. Platan var flopp. 
Henni var fljótt gleymt en Pharrell vildi ekki gefast upp á henni og bað góða vini sína Questlove og James Poyser frá The Roots að endurpróducera hana og gaf þeim 10 daga til að gera það.



Label-ið hélt að endurbætta platan myndi ekki seljast enda failaði hin illilega (miðað við Pharrell) og ákvað að gefa ekki út plötuna. Svo Questlove tók það í sínar hendur og setti alltaf eitt og eitt lag inn á netið og ákvað svo að gefa öllum aðdáendum lagana smá jólagjöf og setti alla plötuna á netið um jólin 2007.
Það er synd hvað þessi snilldar snilld lög frá þessari plötu eru óþekkt því þau voru bara gefin út á netinu sérstaklega :
That Girl  ft Snoop Dogg:


Number One ft Kanye West:



Can I Have It Like That ft Gwen Stefani : 




Questlove og The Roots náðu að setja smá soul, groove og funk við áður frekar boring lög og mælum við með að þið tékkið á þeim eða bara tékka á öllu sem Pharrell hefur gert, ekki vera lame og þekkja bara Happy!
Þið getið séð behind the scenes af þeim gera plötuna hér
Tékkið á allri plötunni hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli