þriðjudagur, 1. júlí 2014

DIANA VREELAND


Heimildarmyndin Diana Vreeland: The Eye Has To Travel er snilld og hefur þó nokkrum sinnum fengið titilinn besta tísku heimildarmynd allra tíma.

Diana Vreeland lifði frá 1903 til 1989. Hún ólst upp í Frakklandi en bjó á ýmsum stöðum víðast hvar í heiminum en þó aðallega í New York og London. Ferill hennar var magnaður og hófst fyrir alvöru þegar að hún hóf störf fyrir Harper’s Bazaar, hún var einnig ritstýra bandaríska Vogue og álitin leiðandi í tískubransanum til margra margra ára. Hún á stóran þátt í tískunni sem við þekkjum í dag. Diana setti saman stefnur og strauma sem standa enn.





Engin ummæli:

Skrifa ummæli