þriðjudagur, 8. júlí 2014

WHO'S - LORD PUSSWHIP

Þórður Ingi er 21 árs gamall vesturbæingur sem spilar psychedelic raftónlist undir nafninu Lord Pusswhip. Hann spilaði nýlega á  tónlistarhátíðinni Secret Solstice og fékk magnaða dóma. Við höldum að Þórður mun halda áfram að gera góða hluti í framtíðinni svo fylgist með honum!



Hæ ég heiti...Þórður Ingi Jónsson
Tónlist minni gæti verið lýst sem... tilraunakenndu og sækadelísku hip hoppi
Ég er upprunalega frá... Vesturbænum born and raised
Núna bý ég... í gamla góða hoodinu
Uppáhalds staðurinn minn er... Kalifornía og Seyðisfjörður
Ég byrjaði að gera tónlist þegar... ég og félagar mínir stofnuðum pönkhljómsveit í 6.bekk
Ég vissi að mér langaði að gera tónlist þegar... pönkið ruddi sér inn í heilann minn og breytti lífinu mínu, og líka kannski þegar ég fattaði að það væri að ganga ágætlega hjá mér í raftónlistinni.
Áður en ég vann við tónlist vann ég... sem blaðamaður hjá DV og Grapevine
Draumastarfið mitt er.... frekar augljóst á þessum tímapunkti!
Fyrsta lagið sem ég samdi var... pönklagið "plastic Swastik" í 6 eða 7 bekk held ég en fyrsta raftónlistarlagið sem ég gerð var með vini mínum Árna Eldon í 8. bekk og það hét "None Left" og við gerðum það undir nafninu Russian Mouthwash. Við sömpluðum Charles Manson að tala og Night og the Living Dead soundtrackið...frekar spes krakkar.
Ég skýrði nýja EP-ið mitt... ég hef ekki ennþá gefið út EP en þegar ég geri það mun ég leggja höfuðið í bleyti, hugsa mig vandlega um og koma með eitthvað hellað nafn!





Þið getið hlustað á meira með Lord Pusswhip á soundcloud.com/mantisfromdamudgang

Engin ummæli:

Skrifa ummæli