föstudagur, 4. júlí 2014

WHO'S - BLEEDING HEART

Deer: Hverjir eru Bleeding Heart?
Bleeding Heart: tveir óþekktir, óþekkir hvítir blökkubóndar í leit að ástinni

D: Hvernig byrjaði þetta hjá ykkur?
B: Eina rigningar andvökunótt eftir eftirminnilegan kaffidrykkjuleik bankaði Selma Björns á útidyrahurðina og spurði hvort við vildum vera með í glímugenginu. Eina sem við gátum hugsað um var hvað hún var sexy...Fun fact Dead sexy er samið um hana.

D: Hvernig kom nafnið til?
B: Við stofnuðum þetta sem melancholy háskólarokk hljómsveit í 4. bekk.

D: Hefur eitthvað eftirminnilegt gerst á ferlinum ykkar?
B: Spilað á öllum MH böllum síðasta 1 og hálft ár, Sýsí Ey var upphitunarhljómsveit fyrir okkur og báðu okkur um eiginhandaáritun áður en við stigum á svið, og svo auðvitað þegar við spiluðum á rósaballi vítisenglanna á Íslandi.

D: Hver eru framtíðarplön sveitarinnar? 
B: Reyna að spila á peysó ballinu í Versló er stærsta markmið okkar á þessum tímapunkti, annars erum við í fullri vinnu að koma í gegn ættleiðingu á stelpu frá Singapore

D: Þið eruð nú báðir í MH hefur skólinn einhver áhrif á tónlistina sem þið spilið? 
B: Já og nei, kannski eða ekki, svo bara bæði og, höldum við.

D: Eigiði einhverja fyrirmynd ?
B: Þorvaldur Davíð og Jón Sigurðsson sem lenti í 2. sæti í Idol

D: Hvað væri dream collaboration hjá ykkur?
B: Matreiðsluþáttur með Rikku

D: Ef þið eruð beðnir um að gera playlista fyrir eitthvað partý hver eru top 5 lögin hjá ykkur?
B: Dancing Lash Tumbai, Euphoria, Eye to Eye, Gangnam Style og Disco Pogo

D: Matreiðsluþættirnir ykkar, fljótlegt og freistandi, nutu mikilla vinsælda og greinilegt að þar voru afbragðskokkar á ferð. Má búast við fleiri þáttum? 
B: Við erum í samningaviðræðum við Popp Tíví þessa stundina. Við höfum þegar skrifað handrit af 4 þáttum í viðbót og má búast við þeim í sjónvarpi næsta haust.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli