mánudagur, 7. júlí 2014

WHO'S // SIGURRÓS EIÐSDÓTTIR

Sigurrós Eiðsdóttir er hæfileikarík 22 ára stúlka uppalin á Snæfellsnesi en er búsett í London þar sem hún nemur myndlist við Goldsmiths University of London. 

 




MENNTUN? Ég er mest búin að halda því uppteknu í skólanum að skapa list fyrir sjálfa mig og aðra en ég er líka búin að vera mikið að vinna með Festisvall sem er ákveðið Listasvall á vegum Árna Más Erlingssonar. Festisvall er bæði búið að vera starfandi á Íslandi og í Þýskalandi en ég er búin að taka þátt í flestum sýningum þeirra bæði á Íslandi og í Þýskalandi. Ég vann verk í sameiningu með listamanninum Mark Powell fyrir illustration art fair hér í London síðasta haust sem var skemmtilegt verkefni en ég hef mikinn áhuga fyrir því að vinna með öðrum.
HVAÐ HEFUR ÞÚ VERIÐ AÐ BRALLA? Ég er mikið að gera tilraunir með allskonar mismunandi viðfangsefni en kvenlíkaminn - eða hugmyndin um kvenlíkamann hefur verið sterkur fókuspunktur í mörgum af mínum verkum. Ég hef fengist við flest alla miðla en skemmtilegast finnst mér að blanda saman mörgum mismunandi miðlum, eins og nú nýlega er ég mikið búin að vera að gera tilraunir með collage. Verkin mín virðast kannski oft hafa eitthvað sterkt tungumál en í raun að þá vil ég helst leyfa áhorfandanum að túlka verkin eins og hann vill. Oft þykir mér skemma fyrir verkinu ef ég þarf að útskýra það mikið. Það fær ekki að njóta sín eins mikið, fyrir mér lifir verkið mörgum mismunandi lífum – í huganum hjá hverjum og einum. Pólitík er viðvarandi í sumum verkum en það er oftast alveg óvart – það byrjar yfirleitt með brandara en mér finnst mikilvægt að hafa húmorinn handan við hornið.

UPPÁHALDS...
...lag? Ég hlusta ekkert svo mikið á tónlist þannig að ég á mér ekkert eitthvað sérstakt uppáhaldslag, ég man heldur aldrei hvað nein lög heita en ég á mér eitt sérstakt karókí lag og það er Bohemian Rhapsody með Queen. ...bíómynd? Ég á mér hinsvegar fullt af uppáhalds bíómyndum, nýjasta nýtt er Lords of Dogtown af því að ég var að horfa á hana í gær en annars verð ég að segja Braveheart bara afþví að Mel Gibson er flottur með sítt hár. ...matur? Uppáhaldsmaturinn minn væri venjulega nautasteik með bernaise en ég er nýbúin að breyta í lax. Ég er reyndar að spá í að gerast grænmetisæta og þá væri uppáhalds maturinn minn brokkolí. ...listamaður? Ótrúlega margir listamenn eru í uppáhaldi eins og til dæmis John Baldessari, Martin Creed, Sarah Lucas, Marina Abramovic, Ólafur Elíasson, Simon Bedwell og fullt fleiri. Það er ekki hægt að velja einn.
...staður? Akkurat núna að þá er uppáhaldsstaðurinn minn í öllum heiminum einn lítill garður nálægt mér þar sem ég bý sem heitir Jesus Green garden. Þar er bara svo ótrúlega gott að vera, hvort sem maður er einn eða í hópi fólks. HVAR ER HÆGT AÐ FYLGJAST MEÐ ÞÉR? Hægt er að fylgjast með mér og því sem ég er að gera á tumblr síðunni minni eða facebook síðunni minni: www.sigurrros.tumblr.com www.facebook.com/sigurroseidsdottirartist


LIST EFTIR SIGURRÓSU

Engin ummæli:

Skrifa ummæli